föstudagur, júní 11, 2004

Jæja, þá er komið að því, heilsubótargangan 2004. Í kvöld um klukkan 20:30 er stefnt að því að
hittast við rætur Esjunnar og stefnan er sett á toppinn. Já krakkar mínir núna dugir engin lognmolla eða kellingavæl, það er bar toppur eða ekkert. Er á toppinn verður komið verður tekinn fram svalandi drykkur og hakkettí-smakk boltinn ásamt myndavélum og góða skapinu.

P.S. að sjálfsögðu er þetta gegn því að veðrið verði í lagi af því annars er þetta eflaust ekkert það gaman. Takk Fyrir.

Vonast til að sjá sem flesta. Upplýsingar í síma : 690-3066

0 komment:

Skrifa ummæli

<< Home