mánudagur, október 31, 2005

Jæja, núna eru rétt ríflega 4 dagar í sveittasta fyllerí ársins, bústaðaferð djöfulsins helgina 4-6 nóv við apavatn. Munum við drekka þar af okkur allt vit og virkja apamanninn í okkur með vitleysislátum, engar afsakanir eru leyfðar héðan af og er aðeins manns eigin dauði leyfileg afsökun fyrir að mæta ekki! (Jón, þetta er ætlað til ÞÍN).
Eftir fundahöld mánudagskvöldið 31. október var ákveðið að þar sem ég mun verða búinn um klukkan 14:00 á föstudaginn í vinnunni þá mun ég fara á stúfana og versla massa mat einhvern og var ákveðið að gjaldið á það skuli vera 1000 krónur á mann og er vinsamlegast beðið um að það skuli lagt inná reikning minn í KB Banka 323-26-30404 kennitala 241281-3539.
Núna vantar mig í raun einhverja hugmynd að innkaupalista en mín hugmynd er ca svona:
5-6kg svínabógur
1kg Kartöflur
Gróft Salt
Negull
Ólívu olía
Bunka af rauðvíns/pipar/osta/rjóma sósu bréfum einhverskonar (EITTHVAÐ af þessum!)
Morgunkorn (Cornflakes/Ceerios/Cocopuffs/Chocospoofs/Coco Balls???) EITTHVÐ af þessum
Mjólk 3lítrar
Kaffipokar 2pakkar???
Kaffi!!!???

Update klukkan 12:45 komið samkv. commentum.

Afgangur af aur myndi svo fara í snakk og nammi innkaup eða einhvað álíka?

Svo er spurningin með klósettpappír málin að sjálfsögðu stór og svo má ekki gleyma bílamálunum en þau eru á tæpasta vaði þar sem við höfum bara sem stendur tvo bíla til að ferðast í en það er á það tæpasta að vaða þar sem það myndi vera þröngt og erfitt!!!

Ef fleiri eða aðrar hugmyndir bætast við, endilega látið vita í commenta glugga.

Hugmynd er í gangi að Vondulagakeppni 2005, hámark 5lög á mann eða 18mínútur af tónlist, er öllum leyfð þáttaka en atkvæði munu verða greidd á mjög drengilegan máta af okkur öllum. Gestadómarar verða Sir Bob Geldof sem mun heiðra okkur með nærveru sinni og Clint Eastwood ef við náum honum einhverntímann úr Laugum!

Fleiri uppástungur að skemmtilegheitum fyrir utan að sjálfsögðu hið "árlega" REIFPARTÝ og almenn drykkjulæti eru að sjálfsögðu þegnar!

Minna menn á payment, set hér inn nöfn þeirra er búnir eru að borga.
Óskar
Óttar
Hákon
Steindór
Ausi

0 komment:

Skrifa ummæli

<< Home