þriðjudagur, febrúar 14, 2006

Það er náttúrlega nauðsynlegt að færa lestrarbækurnar til nútímans svo Börnin finni sig í þeim:

Bekkjarafmælið

Ósk Ýr gekk rösklega með Brand Ara í afmælið til Egils Daða því hún var að verða of sein að sækja Leif Arnar og Loft Stein í leikskólann. Borgar Vörður, pabbi Egils Daða, tók á móti þeim. Þarna voru Lind Ýr, Líf Vera, Sól Hlíf og Hreinn Bolli. Erlendur Hreimur kom blaðskellandi innan úr stofunni og vinkonurnar Vísa Skuld og Dís Ester fast á hæla honum. Mýra Þoka lét lítið fyrir sér fara úti í horni. Innan úr herbergi Egils Daða bárust ógurlegir skruðningar - "#%=&#$&/(=!z#$!/!=! Línus Gauti, Barði Vagn og Mist Eik voru greinilega mætt. En hvar var Ríta Lín? Fyrir utan var Sædís Líf í rauðum fólksvagni. Hægt og sígandi nálgaðist Jökla Þoka eftir stígnum. Hún var orðin alltof sein í afmælið.

2 komment:

  • At 14 febrúar, 2006, Blogger blogspot said…

    snillld :) vel lýsandi á það hvernig samkomur framtíðarinnar geta vel verið. ég man þegar mannig fannst fyndið þegar einhver hét Hreinn Sveinn, en ég meina líkurnar á að rekast á hana Líf Veru eða Línus Gauta verða bara meiri með hverjum fundi mannanafnanefndar... einhvern veginn held ég að eftir svona 15 ár veðri met umsóknir í að skipta um nafn hjá hagstofu

     
  • At 14 febrúar, 2006, Anonymous Nafnlaus said…

    shitturinn þetta er snilld :)

     

Skrifa ummæli

<< Home